Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 17:01:43 (4924)

2000-03-06 17:01:43# 125. lþ. 72.3 fundur 193. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[17:01]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér nú að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur að undanskildum Frjálslynda flokknum, sem reyndar var einnig hógvær í kosningabaráttu sinni, og húmanistar, sem ekki fengu mann kjörinn, hafi verið eins hógvær og passasamur í meðferð fjármuna og Vinstri hreyfingin -- grænt framboð. Ekki er stuðningurinn frá fyrirtækjum í landinu mikill miðað við það sem gerist hjá öðrum stjórnmálaflokkum og því fjarri lagi að halda fram að einstök fyrirtæki hafi áhrif á gang mála innan Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, en það fullyrti hv. þm. Kristján Pálsson. Hann sagði og gaf það sterklega í skyn að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð léti stjórnast af fyrirtækjum sem styddu hreyfinguna.

Ég beini einni einfaldri spurningu til hv. þm.: Kannast hann við orðtakið ,,margur heldur mig sig``?