Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 17:06:50 (4927)

2000-03-06 17:06:50# 125. lþ. 72.3 fundur 193. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[17:06]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir umhyggju hans fyrir Sjálfstfl. Hann sagði að það kæmi flokknum til góða ef hann birti og opnaði bókhald sitt, það mundi væntanlega auka fylgi hans en þá væntanlega á kostnað annarra flokka og þar með hans flokks. Þetta er mikil fórnfýsi.

En ég er með spurningar til hv. þm. Í fyrsta lagi: Hvaða fyrirtæki gáfu Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði fjármuni, t.d. yfir 300 þús. kr.? Í öðru lagi: Styrkti Íslensk erfðagreining Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð og þá með hvaða upphæð?