Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 17:10:01 (4930)

2000-03-06 17:10:01# 125. lþ. 72.3 fundur 193. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[17:10]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta nú ekki mjög trúverðugur málflutningur af hálfu hv. þm. Péturs H. Blöndals. Ég hef skýrt þingmanninum frá niðurstöðum okkar varðandi síðustu alþingiskosningar. Mér finnst þetta hins vegar eðlilegar spurningar hjá hv. þm. Mér finnst þær eðlilegar gagnvart öllum stjórnmálaflokkum. Mér finnst líka vera eðlilegt og ég ítreka það að Sjálfstfl., sá flokkur sem hv. þm. Pétur H. Blöndal kemur úr, upplýsi um framlög fyrirtækja til flokksins, ekki bara fyrir síðustu kosningar heldur á síðasta kjörtímabili. Staðhæfingar um framlög Íslenskrar erfðagreiningar til Sjálfstfl. eiga ekki rót að rekja til viknanna fyrir síðustu kosningar heldur á síðasta kjörtímabili. Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Sjálfstfl. og Framsfl. að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Ég held að það væri mjög mikilvægt og lýðræðinu til góðs.