Málefni Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 14:07:14 (4983)

2000-03-07 14:07:14# 125. lþ. 73.97 fundur 364#B málefni Þjóðminjasafnsins# (umræður utan dagskrár), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[14:07]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Í desember sl. í umræðu um árvissa skerð\-ingu á Endurbótasjóði menningarstofnana benti hæstv. menntmrh. þingheimi á þær miklu framkvæmdir og þau stórvirki sem hefðu verið unnin til að koma munum Þjóðminjasafnsins í fullnægjandi geymslur. Stórvirki voru það þá en ekki var minnst á fjárhagsvandræði þessu tengd sem hefði þó verið tilefni til því hinn 29. júlí, hálfu ári fyrr, skrifaði menntmrn. bréf til Þjóðminjasafnsins þar sem segir að ráðuneytið telji að til stórvandræða horfi verði ekki sýnt aukið aðhald og ábyrgð á stjórn safnsins.

Ráð þjóðminjavarðar var, eins og kunnugt er, að reka fjármálastjórann þó ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar og ástæða uppsagnar var að fjármálastjórn Þjóðminjasafnsins hafi ekki verið viðunandi, útgjöld safnsins ekki staðist áætlanagerð.

En þá hljótum við að spyrja, herra forseti: Hverjir tóku ákvarðanir um útgjöldin og hvenær? Hverjir stjórna safninu? Hvar var þjóðminjaráð, hvar var byggingarnefnd, hvar var þjóðminjavörður sem ber þó samkvæmt lögum ábyrgð á því að útgjöld séu í samræmi við fjárlög? Renndu allir blint í sjóinn?

Málið er allt afar dapurlegt og ber því miður vott um stjórnleysi og lausatök sem þjóðminjaverði verða þó ekki einum kennd. Þar ber menntmrh. sem allt of lengi hefur skirrst við að taka á málefnum Þjóðminjasafnsins, sannarlega líka sína ábyrgð.