Starfsréttindi tannsmiða

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 14:48:17 (4994)

2000-03-07 14:48:17# 125. lþ. 73.4 fundur 210. mál: #A starfsréttindi tannsmiða# frv. 109/2000, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[14:48]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að það sé nú enginn ágreiningur á milli mín og hv. þm. um að málið þarf að skoða, ég reyndi að draga það fram í ræðu minni, og nálgast það frá ólíkum þáttum. Ég lýsti því að iðnn. ætti mikið verk fyrir höndum af því við þurfum að skoða málið frá ólíkum hliðum. Þetta tengist líka því sem ég nefndi, hinni almennu stefnu, af því hann nefndi gervifætur og stoðtæki af þeim toga, þá hefur það einmitt skírskotun til þess sem ég nefndi í upphafi ræðu minnar, mikilvægi þess að hæstv. ríkisstjórn móti heildstæða stefnu hvað varðar lögverndun á starfsheitum. Hins vegar hygg ég að obbinn af því sem við erum að fjalla um sé iðnaðarmál, nefnilega smíði tanna. En minnstur þátturinn fer fram eins og hér hefur verið reynt að draga fram í munnholi --- ekki sjúklinga. Ef grunur kviknar um að um meintan sjúkdóm sé að ræða, þá ber að vísa viðkomandi sjúklingi til tannlæknis. En við erum fyrst og fremst að fjalla um iðnaðarmál en ekki sjúkdóma.