Aðbúnaður þroskaheftra á Landspítala

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 14:00:21 (5035)

2000-03-08 14:00:21# 125. lþ. 75.4 fundur 362. mál: #A aðbúnaður þroskaheftra á Landspítala# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[14:00]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við fyrra svar mitt að bæta. Eins og ég sagði áðan hafa 42 einstaklingar þegar fengið inni á sambýlum, 35 bíða en 25 verða áfram undir handarjaðri heilbrigðisþjónustunnar. Af því það kom fram áðan hjá hv. þm. Margréti Frímannsdóttur að það breyttist eitthvað við sameininguna og hátæknina þá verða áfram mörg svið innan stóru sjúkrahúsanna. Þar verður endurhæfingarsvið, hæfingarsvið og geðsvið, öldrunarsvið o.s.frv. Þessir 25 einstaklingar munu áfram njóta heilbrigðisþjónustunnar. Aðalatriðið er að sem best fari um þessa einstaklinga og við búum þannig um hnútana að þeim geti liðið vel þar sem þeir eru.