Stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 14:42:30 (5053)

2000-03-08 14:42:30# 125. lþ. 75.10 fundur 373. mál: #A stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[14:42]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Það er mjög ánægjulegt að þetta mál skuli bera á góma á Alþingi. Margir hafa mikinn áhuga á því eins og hefur komið fram í umræðunni að drifið verði í að koma þjóðgarðinum á laggirnar. Það má líka geta þess að ferðamennska eykst og æ fleiri sækja að skoða hina stórkostlegu náttúru undir Jökli og víðar. Þess vegna tek ég undir það sem fram hefur komið hjá fyrirspyrjanda að drifið verði í að koma þjóðgarði á. Það er ágætt að heyra svör hæstv. umhvrh. um þessi mál og væntum við góðs af því þegar þjóðgarður á Snæfellsnesi verður orðinn að veruleika.