Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 14:57:51 (5060)

2000-03-08 14:57:51# 125. lþ. 75.6 fundur 353. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá félmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[14:57]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Varðandi fsp. um gang vinnu við tillögugerð við að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga vil ég láta í ljós þá skoðun mína að mér finnst þessi vinna ganga allt of hægt. Nefnd var skipuð á síðasta sumri og það var alveg ljóst að mörg sveitarfélög eiga í miklum fjárhagslegum vandræðum og bíða eftir tillögum eða úrlausnum í þessum efnum. Aukin verkefni hafa verið færð til sveitarfélaganna en tekjustofnar hafa ekki fylgt eftir miðað við þær væntingar, þannig að mér finnst ansi langt að bíða til næsta sumars og næsta hausts. Það hefði verið eðlilegra að þessi nefnd hefði skilað, þó ekki hefði verið nema áfangaáliti hingað inn á Alþingi áður en því lyki nú, þannig að hægt væri að fjalla um það og árétta þær áherslur sem þar þyrftu að koma inn. Ég segi því að þessi nefnd vinnur allt of hægt miðað við alvarleika málsins.