Vatnsveitur í dreifbýli

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:12:00 (5068)

2000-03-08 15:12:00# 125. lþ. 75.7 fundur 354. mál: #A vatnsveitur í dreifbýli# fsp. (til munnl.) frá félmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:12]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Það er ánægjulegt ef úr því verður sem hæstv. félmrh. sagði áðan, að hann mundi beita sér fyrir því að bændur fengju fjármagn til þess að leggja nýjar vatnsveitur. Það er líka alveg ljóst að gerðar eru æ meiri kröfur til vatns á býlum og bæjum vegna aukinna krafna og nýrra reglna. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að þessu máli. Þá má líka spyrja hvort ekki komi til greina að þeir bændur sem nú þegar hafa lagt mikið fjármagn í vatnsveitur einmitt vegna breytinga og nýrra krafna fái eitthvað af þeim fjármunum sem verða settir í þetta því ekki mun af veita.