Kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:55:10 (5084)

2000-03-08 15:55:10# 125. lþ. 75.11 fundur 404. mál: #A kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., MSv
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:55]

Margrét K. Sverrisdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir þessa fsp. Það sem komið hefur á daginn varðandi það sem ég vil kalla ofurlaun stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins vekur óneitanlega spurningar um það hvort þetta sé það sem vænta má með einkavæðingu bankanna. Mér finnst fyrst og fremst að lántakendur eigi að njóta þess, þ.e. atvinnulífið. Atvinnulífið á að njóta betri kjara þegar meðbyr er. Ég vil því beina spurningu til hæstv. viðskrh. um þetta. Hvað líður mótun reglna um innherjaviðskipti annars vegar og hins vegar hvað líður setningu reglna um dreifða eignaraðild sem forsrh. boðaði á haustþingi?