Kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:58:44 (5087)

2000-03-08 15:58:44# 125. lþ. 75.11 fundur 404. mál: #A kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:58]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að taka þetta upp á Alþingi og hæstv. ráðherra fyrir svörin sem var svolítið erfitt að fylgjast með vegna hraðlesturs því þau voru yfirgripsmikil og tíminn stuttur. En ég tek undir það sem hefur komið fram, mér finnst ekki vera hægt og ekki rétt að líkja saman skipstjóralaunum og launum stjórnenda þessa banka og þessu árangurstengda launakerfi þeirra sem fengu sjóði ríkisins og sjóði atvinnulífsins í forgjöf þegar bankinn var stofnaður. Það er alveg ljóst að ríkið hefur staðið að því að samþykkja þessi ofurlaun og hefði verið eðlilegt að bíða og gefa þessum banka heldur lengri starfstíma áður en menn tækju slíkar ákvarðanir. Ég tel að allt umtal fulltrúa ríkisins um aðlögunarsamninga ríkisstarfsmanna blikni hreinlega þegar borið er saman við þau ofurkjör sem ríkið sjálft virðist hafa ákveðið þessum hópi starfsmanna.