Kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 16:01:14 (5089)

2000-03-08 16:01:14# 125. lþ. 75.11 fundur 404. mál: #A kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[16:01]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð út af ræðu hv. síðasta ræðumanns. Ég mótmæli því að Pétur Blöndal hafi talað sem talsmaður Sjálfstfl. Það vill þannig til í Sjálfstfl. að þar er málfrelsi og Pétri Blöndal er heimilt að hafa skoðun sína og hefur hana en það eru ansi margir ósammála honum í þingflokki Sjálfstfl. þegar hann leggur að jöfnu laun bankastjóra og fengsælla aflamanna. Pétur talar þar ekki fyrir hönd Sjálfstfl.

(Forseti (GÁS): Forseti vill geta þess að hv. þm. Pétur H. Blöndal er hv. 10. þm. Reykv. og ber að nefna sem slíkan en ekki Pétur eða Pétur H. Blöndal eins og hv. síðasti ræðumaður og hv. þm. Kristján L. Möller urðu uppvísir að.)