Lyfjalög og almannatryggingar

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 10:39:58 (5095)

2000-03-09 10:39:58# 125. lþ. 76.1 fundur 401. mál: #A lyfjalög og almannatryggingar# (Lyfjamálastofnun o.fl.) frv. 108/2000, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[10:39]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað hefur verið farið grannt ofan í það hverjir ættu að vera í þessari nefnd. Mjög margir gætu komið til greina. Þetta er hins vegar niðurstaða eftir þá vinnu sem fram fór í nefndinni sem samdi frv. Hér er fyrst og fremst verið að tala um faglega og fjárhagslega þætti. Ekkert er óeðlilegt að þetta sé rætt í nefndinni en þetta var niðurstaða sem liggur fyrir.