Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 14:09:18 (5128)

2000-03-09 14:09:18# 125. lþ. 76.4 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[14:09]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Mínar væntingar eru þær að allar íslenskar framleiddar matvörur verði vottaðar og viðurkenndar, vottaðar lífrænar eða þá vistvænar. (KolH: Engir staðlar til.) Það eru víst til staðlar. Það er búið að búa til reglugerð fyrir þetta af hálfu Íslendinga, herra forseti. Við skulum alla vega fara eftir þeim stöðlum við höfum sett okkur sjálf. Þetta er framtíðarsýn mín, að lífrænn landbúnaður verði a.m.k. kominn yfir 10% af heildarframleiðslunni eftir þessi þrjú ár eða í það stefni að bú á Íslandi verði í aðlögun eða orðin viðurkennd vottuð lífræn á þeim tíma. Þá hefði mikill árangur náðst því að við ramman reip er að draga. En það er eftir miklu að sækjast þó tiltölulega litlu sé til þess kostað.