Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 15:01:28 (5141)

2000-03-09 15:01:28# 125. lþ. 76.4 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[15:01]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er oft svo með ávexti að þeir eru þeim mun betri eftir því sem þeir fást ódýrar af því að framleiðslan er mikil. Það hefur ekkert með bíla að gera. Þess vegna nefndi ég vínber og ég held að fyrir neytandann skipti engu máli hvernig verðmyndunin var. Það sem hann skiptir máli er endanlegt verðlag, hvort hann borgar tvöhundruðkall eða þrjúhundruðkall á kíló og gæðin að sjálfsögðu. Ég nefndi að gæðin væru oft betri þegar varan er ódýrari.

Varðandi ríkisstyrkina þá er verið að leggja til opinberar rannsóknir á einhverju til þess að aðrir geti grætt á því seinna. Af hverju í ósköpunum leggja þessir aðrir sem ætla að græða á lúpínurótum ekki sjálfir fram peninga til rannsókna?