Félagsþjónusta sveitarfélaga

Mánudaginn 13. mars 2000, kl. 17:58:02 (5184)

2000-03-13 17:58:02# 125. lþ. 77.7 fundur 418. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 125. lþ.

[17:58]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir afdráttarlaus svör um einkavæðinguna á þjónustunni. Ég vil þó leyfa mér, herra forseti, að vekja athygli á textanum í 36. gr.: ,,Félagsmálanefnd er heimilt að semja við félagasamtök og einkaaðila um að annast einstaka þætti þeirrar þjónustu sem lög þessi taka til.`` Og í 37. gr. stendur: ,,Í þjónustusamningi skal a.m.k. kveða á um þjónustu sem sveitarfélag kaupir, gæði hennar og magn, greiðslur frá sveitarfélagi fyrir þjónustuna, greiðslu frá þjónustuþegum, samningstíma, uppsagnarákvæði, eftirlit með samningnum og meðferð ágreiningsmála.`` Þarna er verið að heimila þetta og þó að við getum treyst hæstv. félmrh. meðan hann fer með þessi mál, að hann hleypi þessu ekki út í þá vitleysu sem einkavæðing getur leitt af sér, fannst mér tónn hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur hafa verið á aðra lund en var hjá hæstv. félmrh. þar sem hv. þm. lofaði möguleika á því að kaupa þjónustuna af einkaaðila. Ég vek athygli á þessu, herra forseti.