Félagsþjónusta sveitarfélaga

Mánudaginn 13. mars 2000, kl. 19:27:19 (5204)

2000-03-13 19:27:19# 125. lþ. 77.7 fundur 418. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 125. lþ.

[19:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að svara þessu bónorði játandi. En þeir verst settu sleppa að vísu við að greiða skatt af húsaleigubótum því að þeir eru undir skattleysismörkum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var á föstudaginn var um kjarasamningana er verið að hækka skattleysismörkin og þeir verst settu sleppa hvort sem er. Það eru þeir sem eru í dálitlum tekjum sem þurfa að borga skatta af húsaleigubótunum.