Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 16:05:52 (5237)

2000-03-14 16:05:52# 125. lþ. 78.3 fundur 400. mál: #A Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks# skýrsl, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[16:05]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Vandast nú málið. Nú þurfum við að fara að skilgreina orðið pirring. Ég hef ekki orðið var við neinn pirring í þessu. En ekki dreg ég í efa að margt er ágætt í tillögum vinstri grænna og frjálslyndra og í raun allra þeirra sem tjá sig um sjávarútveg og ég geri í sjálfu sér engar athugasemdir við að hv. þingmaður eða fulltrúar þeirra flokka skuli flytja frumvörp eða tillögur um þessi mál hér. Það eru þá aðeins skilaboð til nefndarinnar. Ég vek athygli á því að hér er um að ræða þverpólitískar nefndir og fulltrúar flokkanna eða a.m.k. stærstu flokkanna sem þar eru hafa væntanlega einhver skilaboð frá sínum flokkum til að ræða og ég geri ráð fyrir að fram fari mikil og málefnaleg umræða þar sem tekist er á við ólík sjónarmið. En við sjáum hvað setur þegar nær dregur áramótum.