Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 17:20:30 (5256)

2000-03-14 17:20:30# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[17:20]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson er áhugamaður um byggðakvóta. Hér var tillaga um hvernig ætti að standa að því að skipta byggðakvóta með almennum reglum. Hann benti á hvernig þeir á Grenivík hafa skipað málum sínum en um er að ræða kvóta sem þeir eiga.

Ég vil því spyrja hv. þm.: Er hann sammála þeirri aðferð sem hér var lögð til um það hvernig skipta ætti byggðakvótanum í þessu tilfelli? Er sú byggðatenging sem hann er að mæla með hugsuð eitthvað á þá leið? Eða hvernig á að velja úr þá sem eiga að nýta þann kvóta sem á að tengja byggðunum eftir hugmyndum vinstri grænna?