Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 18:13:51 (5269)

2000-03-14 18:13:51# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[18:13]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Hv. 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal, svaraði engu af þeim spurningum sem ég lagði fyrir hann. Við erum einfaldlega að tala um þetta: Ef þessi byggðakvóti upp á 1.500 tonn væri meiri, og ekki tekinn af öðrum heldur væri viðbót, væri þá hv. þm. tilbúinn að nota það eða hluta þess til að deila út til þeirra dreifðu byggða í landinu? Þá á ég við staði sem hafa tapað miklum aflaheimildum og þar sem atvinnuleysið er mikið, staði sem byggðust eingöngu upp á vinnslu sjávarafurða.

Ég spyr hv. þm. enn: Hefði ekki verið betra að það hefði verið meira í byggðakvótapottinum til þess m.a. að úthluta til Ólafsfjarðar þar sem bolfiskvinnslu hefur nánast verið hætt og vantar tilfinnanlega afla til að vinna í landi?