Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 18:17:11 (5272)

2000-03-14 18:17:11# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[18:17]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur átt viðskipti við marga útgerðarmenn og sjómenn á Vesturlandi. Ég held því fram að það sé jafnrétti og jafnræði að þessir sjómenn fái að njóta dugnaðar síns og fyrirhyggju. Sumir þeirra hafa lagt mjög mikið á sig til að koma sér í þá stöðu sem þeir nú eru í vegna þess mikla áfalls sem þeir urðu fyrir þegar kvótakerfið var tekið upp og eftir að þorskkvótinn minnkaði enn meir. Það kalla ég jafnrétti og jafnræði.

Nú getur hv. þm. komið hingað upp og sagt að það sé útúrsnúningur hjá mér. En þessi hv. þm. þekkir bátamennina á Snæfellsnesi og Akranesi og hann veit hvað ég er að tala um.