Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 18:20:17 (5275)

2000-03-14 18:20:17# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[18:20]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Halldór Blöndal beindi til mín nokkrum spurningum. Ég held hann hafi eitthvað misheyrt þegar ég talaði um að enginn einn maður sem hefði áhuga á stjórn fiskveiða gæti skrifað sinn óskatexta. Það var það sem ég sagði. Það gæti enginn einn skrifað sinn óskatexta við að semja ný lög.

Auðvitað þarf að leita sátta um nýja lagasetningu og nýja skipan mála. Ef menn sjá ekki framtíðina er það vegna þess að þau lög eru í gildi sem eru í gildi. Ekki hefur farið fram nein sérstök lagabreyting á grundvelli þessarar fiskveiðistjórnar. Hún er einfaldlega í gildi.