Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 19:04:45 (5284)

2000-03-14 19:04:45# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[19:04]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og gert var ráð fyrir hjá meiri hluta sjútvn. á sínum tíma hefur byggðakvótanum verið úthlutað með samningum. Það er samningsbundin úthlutun og kveðið á um hvernig með eigi að fara. Það er líka kveðið á um það í öllum samningum að málin komi árlega til endurskoðunar.

Hins vegar verður að segjast eins og er, að ef forsendur eru óbreyttar verður ekki um að ræða breytingu á úthlutuninni. Ég vænti þess að það sé alveg skýrt. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa möguleika á að endurskoða ákvörðunina ef forsendur breytast því að kvótann á ekki að nota til annars en ætlað var í upphafi.