Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 19:10:24 (5289)

2000-03-14 19:10:24# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[19:10]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það liggur ekki fyrir að það verði bætt við byggðakvótann, þ.e. þann sem varð til fyrir stuttu. Það er nýlega búið að dreifa hér frv. til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Ég sé ástæðu til þess að benda á að í því frv. er enginn byggðakvóti til viðbótar við það sem fyrir er. Því er ástæða til að ætla að það sé ekki á döfinni að bæta við kvótann.

Ég bið hv. þm. að svara því aðeins nákvæmar hvort hann telur að úthluta eigi þessum kvóta með almennum reglum. Þessi byggðakvóti eða sú tenging við byggðirnar sem hann er að tala um, felst hún ekki í því að þar verði úthlutað tilteknum kvóta með almennum reglum til þeirra sem nýta hann?