Tækjabúnaður til að minnka koltvísýringsmengun

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 14:32:02 (5319)

2000-03-15 14:32:02# 125. lþ. 80.2 fundur 330. mál: #A tækjabúnaður til að minnka koltvísýringsmengun# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[14:32]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir áhuga hans á þessu máli. Samgrn. mun eftir atvikum leitast við að aðstoða við hvers konar rannsóknir sem þetta varðar og tengist þeim vettvangi sem samgrn. hefur með að gera.

Hins vegar er auðvitað alveg ljóst að við þurfum að leita allra leiða til þess að draga úr mengun. Það er hægt að gera ýmislegt til þess. En ég held þó að ef um verulegan olíusparnað er að ræða þá ættu náttúrlega þeir sem spara að vera í fararbroddi og fremstu í fylkingu vegna þessara rannsókna.

Ég vil bara undirstrika að Siglingastofnun hefur ekki sérstökum skyldum að gegna hvað þetta varðar né heldur aðrar stofnanir á vegum samgrn.