Úrbætur á aðstöðu öldrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:06:41 (5334)

2000-03-15 15:06:41# 125. lþ. 80.5 fundur 409. mál: #A úrbætur á aðstöðu öldrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:06]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrir að vekja máls á málefnum Ljósheima og hæstv. heilbrrh. Ingibjörgu Pálmadóttur fyrir svarið. Það er mjög nauðsynlegt að viðbyggingu við Sjúkrahús Suðurlands verði hraðað sem kostur er. Eins og kom fram hjá hv. þm. Margréti Frímannsdóttur eru Ljósheimar gamalt húsnæði, alls óviðunandi aðstæður eru þar bæði fyrir sjúklinga og ég tala nú ekki um fyrir starfsmenn, og það er mjög mikilvægt að starfsfólkið fái þá vissu að málinu verði hraðað og að það þurfi ekki að búa lengur við þessar vinnuaðstæður. Eins og við vitum öll bíða margir eftir plássi á öldrunarþjónustunni og ég vil líka geta þess að við mundum gjarnan vilja sjá að álma risi við hjúkrunardeildina á Hellu. Það veitti ekki af.