Aðgengi að getnaðarvarnarpillu

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:41:33 (5353)

2000-03-15 15:41:33# 125. lþ. 80.6 fundur 425. mál: #A aðgengi að getnaðarvarnarpillu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég fagna svari hæstv. ráðherra við þessari fyrirspurn hv. þm. Ástu Möller. Frá næstu áramótum verður greiður aðgangur allra að neyðarpillunni. (Heilbrrh.: Greiðari.) Greiðari. Þangað til geta menn nálgast hana hjá læknum.

Fræðsla, fræðsla, fræðsla segja allir hv. þingmenn sem hér hafa tekið þátt í umræðunni. Hæstv. ráðherra veit hvar skórinn kreppir. Hæstv. ráðherra er fagmaður í þessari grein og það er óþarfi að tefja málið í nefnd. Ráðherra getur hafist handa nú þegar og komið á fræðslu og þeim úrræðum sem hér hafa verið til umræðu.