Reglur um sjúklingatryggingu

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:52:31 (5358)

2000-03-15 15:52:31# 125. lþ. 80.8 fundur 447. mál: #A reglur um sjúklingatryggingu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:52]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Guðjóni Sigurjónssyni fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga máli með fyrirspurn sinni. Í fyrra og hittiðfyrra lögðum við hv. þm. Margrét Frímannsdóttur og Össur Skarphéðinsson fram á þingi till. til þál. um að endurskoða reglur um sjúklingatryggingu. Þegar þessar þáltill. hafa komið til umræðu hv. heilbr.- og trn. hefur verið vísað til þeirrar vinnu sem hæstv. ráðherra vísaði til í svari sínu. Ég fagna því að verið er að vinna að því að bæta réttarstöðu þeirra sem verða fyrir læknamistökum í þá veru sem gert er á Norðurlöndum, en ég spyr hæstv. ráðherra hvenær búast megi við þessu frv. Í fyrra þegar málið var til umræðu í heilbr.- og trn., þ.e. okkar þingmál um þetta sama efni, þá var sagt að búast mætti við frv. frá hæstv. ráðherra sl. haust. Það hefur ekki bólað á því, herra forseti. Ég spyr því, hvenær er von á frv. frá hæstv. ráðherra?