Reglur um sjúklingatryggingu

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:57:15 (5361)

2000-03-15 15:57:15# 125. lþ. 80.8 fundur 447. mál: #A reglur um sjúklingatryggingu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:57]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir þessa fyrirspurn en ætla að ítreka það sem ég sagði áðan, ég sagði þó svo vissar réttarbætur hefðu orðið 1989, þá eru þær alls ekki fullnægjandi og þess vegna höfum við að sjálfsögðu verið að vinna þessa vinnu. Ég sagði áðan líka að við hefðum sent frv. til umsagnar og fengið margar góðar ábendingar sem verið er að vinna úr. Við höfum líka fylgst með því sem er að gerast annars staðar á Norðurlöndum, það hefur því orðið mjög ör þróun í þessu máli. Og þá hljóta menn auðvitað að spyrja hvenær þeir sjái þetta frv. og ég vona -- ég segi vona --- að ég geti lagt það fram áður en þessu þingi lýkur.