Löggæsla í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 16:06:49 (5365)

2000-03-15 16:06:49# 125. lþ. 80.9 fundur 411. mál: #A löggæsla í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[16:06]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka bæði fyrirspurnina og svör hæstv. ráðherra. Nei, málin eru engan veginn óskýr, það er mjög skýrt hvernig þessi málefni eru hjá hæstv. ráðherra. Hæstv. ráðherra hefur sýnt mjög mikinn metnað í því að styrkja og efla lögregluna alls staðar á landinu. Ég sé það núna strax og ég fagna því að hæstv. ráðherra er þegar búin að bregðast við og lýsti því mjög skýrt í máli sínu áðan. Hæstv. ráðherra er þegar búin að bregðast við því ástandi sem hefur verið m.a. í Mosfellsbænum.

Ég tel að við eigum að gefa því svari sem kom hér fram tækifæri og meta síðan aðstæðurnar í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, vegna þess að fyrirspurnin lýtur að þeim sveitarfélögum, eftir ákveðinn tíma. Þetta er alveg skýrt.