Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Fimmtudaginn 16. mars 2000, kl. 12:06:16 (5395)

2000-03-16 12:06:16# 125. lþ. 81.2 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 125. lþ.

[12:06]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Svör frá hæstv. utanrrh. um þessi mál eru ákaflega skýr. Ég ítreka það hér að ég tel að skyldur íslenskra yfirvalda gagnvart bandarískum yfirvöldum í þessum málum sem þetta frv. fjallar um séu að virða rétt þeirra sem gert hafa samninga og gæta að jafnræði á milli aðila þeirra sem eru skilgreindir sem verktakar í viðskiptum við varnarliðið.

Ég tel að það þurfi að vera alveg skýrt að þeir samningar sem gerðir hafa verið muni standa og því var svarað hér. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjalla meira um þetta mál öðruvísi en að ég tel að ég hafi komið málefnalega á framfæri þeim atriðum sem ég gerði grein fyrir í upphafi máls mín í fimm atriðum þegar ég nefndi hvað ég ætlaði að fjalla um. Og ég tel að ég hafi fengið svör við þeim spurningum sem ég bar fram.