Rannsókn á mengun við Keflavíkurflugvöll

Fimmtudaginn 16. mars 2000, kl. 15:25:13 (5427)

2000-03-16 15:25:13# 125. lþ. 81.9 fundur 391. mál: #A rannsókn á mengun við Keflavíkurflugvöll# þál., utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 125. lþ.

[15:25]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Í grg. með tillögunni sem hér er til umfjöllunar, um ástand umhverfismála í kringum margar af þeim stöðvum sem varnarliðið hefur notað undanfarna hálfa öld, er gerð grein fyrir ástandinu þar. Að mínu mati er sá galli þar á að mikið er gert úr því sem aflaga kann að hafa farið. Að okkar mati er þar nokkuð hallað réttu máli. Það er því nauðsynlegt að víkja stuttlega að stöðu mála að því er varðar hvern og einn þessara staða. Ég tel að ... (SJS: Erum við hætt að ræða... ?) (SJóh: Nei, við erum enn að ræða þessa tillögu.)

Ég biðst afsökunar, herra forseti, vegna þess að ég taldi að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefði haldið hér framsöguræðu um annað málið, þ.e. um fleiri staði. Að vísu fannst mér hún vera fremur stutt. Ég taldi það hins vegar mjög til bóta en bið þingið afsökunar á framhleypni minni. Ég hef því lokið máli mínu.