Mannréttindabrot í Tsjetsjeníu

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 15:12:09 (5447)

2000-03-20 15:12:09# 125. lþ. 82.1 fundur 388#B mannréttindabrot í Tsjetsjeníu# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[15:12]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir svörin. Sérstaklega finnst mér mikilvægt að heyra að það er vilji til að kanna hvernig við getum komið að mannúðarstarfi. Það er góðra gjalda vert að við látum til okkar taka í samfélagi með öðrum þjóðum og þá ekki síst Evrópuráðsþjóðunum.

Ég set ákveðið spurningarmerki við starf okkar á grundvelli NATO-samstarfsins því að reynslan sýnir okkur að þar vega þyngra þröngir eiginhagsmunir NATO-ríkjanna. Mannúðarsjónarmiðin eru hins vegar víkjandi.

Ég tel mjög mikilvægt að Íslendingar afsali sér ekki eigin dómgreind og eigin sjálfstæði og þótt það kunni að vera alveg rétt að það sé erfitt að finna samningsaðila í Tsjetsjeníu þá eigum við að beina skeytum okkar fyrst gegn þeim sem heldur um byssugikkinn gagnvart Tsjetsjeníu. Það eru Rússar og að sjálfsögðu eigum við að koma hörðum og eindregnum mótmælum á framfæri við Rússa sem eru ábyrgir fyrir mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu.