Heimsóknir ættingja erlendis frá

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 15:17:59 (5451)

2000-03-20 15:17:59# 125. lþ. 82.1 fundur 389#B heimsóknir ættingja erlendis frá# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[15:17]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég skal játa það að ég er ekki gjörkunnugur þessum reglum. En nú eru hér til umfjöllunar í þinginu bæði þáltill. um svokallað Schengen-samstarf og jafnframt lagafrv. sem tengjast komu og för erlendra manna hingað til lands. Mér þykir eðlilegt að allar slíkar reglur séu teknar til endurskoðunar í tengslum við þessa miklu breytingu því að við þurfum að samræma reglur við önnur Evrópuríki á þessu sviði og það er eðlilegt að þessar reglur eins og aðrar séu teknar til endurskoðunar í þessu samhengi. Það er að vísu ekki gert ráð fyrir því að samkomulagið um Schengen taki gildi fyrr en á næsta ári. Þess vegna höfum við rúmt ár til frekari undirbúnings. En við hljótum að líta á þessar reglur í samhengi við þær miklu breytingar sem þá verða.