Heimsóknir ættingja erlendis frá

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 15:19:06 (5452)

2000-03-20 15:19:06# 125. lþ. 82.1 fundur 389#B heimsóknir ættingja erlendis frá# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég fagna því að hæstv. ráðherra tekur vel í að endurskoða þessar reglur. Ég er á því að það verði að gera þetta. Þetta er gamaldags og úrelt fyrirbæri sem gerir fólki erfitt fyrir, útlendingum sem vilja koma hingað til lengri dvalar til ættingja sinna sem koma frá ríkjum utan EES. Í rauninni er verið að hindra útlendinga í því að heimsækja ættingja sína.

Og ég spyr hæstv. ráðherra hvort hann muni gera einhverjar sérstakar ráðstafanir til þess að breyta þessu og hvort hann sé ekki sammála mér um að svona reglur séu úreltar og okkur til lítils sóma.