Meðferð þjóðlendumála

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 15:28:05 (5458)

2000-03-20 15:28:05# 125. lþ. 82.1 fundur 390#B meðferð þjóðlendumála# (óundirbúin fsp.), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[15:28]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra svör hans og útskýringar. Það er hins vegar deginum ljósara að það hlýtur að vera afskaplega óþægilegt, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið, fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar, hæstv. fjmrh., í þessum efnum, að sitja undir endurtekinni gagnrýni hæstv. landbrh. í þessu máli og svo ég tali nú ekki um þegar hans eigin flokksbróðir, hv. þm. Árni Johnsen, tekur í sama streng. Ég verð því bara að segja að ég hef áhyggjur af þessu máli.