Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 14:24:06 (5514)

2000-03-21 14:24:06# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[14:24]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að hafa svarað að hluta til spurningum mínum, þ.e. hann hefur upplýst að málið hafi verið kynnt með hefðbundnum og eðlilegum hætti fyrir þingflokki Sjálfstfl. og að þingflokkur Sjálfstfl. hafi sent þau skilaboð til utanrrh. að hann styðji tillöguna og muni standa að því að hún verði samþykkt á Alþingi.

Ég spurði hins vegar hv. þm. líka hvort hann gæti upplýst okkur um það hvort fleiri þingmenn Sjálfstfl. væru sömu skoðunar. Ef þeir eru umtalsvert fleiri er ég ansi hræddur um að málið hafi verið lagt fram á röngum forsendum. Hann segist ekki hafa gáð að því hvort svo væri en það kemur væntanlega fram í umræðum.

En ég þakka hv. þm. fyrir að upplýsa stöðu málsins sem er sú að þingflokkur Sjálfstfl. hefur tilkynnt hæstv. utanrrh. að hann samþykkti að leggja málið fram sem stjfrv. og tæki á sig þær skyldur að sjá til þess að málið næði fram að ganga.