Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 14:33:47 (5518)

2000-03-21 14:33:47# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[14:33]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég efa ekki að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar standa á bak við það mál sem hér um ræðir og munu greiða því atkvæði, ella hefði það ekki verið flutt sem stjtill. en það var ekki það sem ég spurði um. Ég spurði um hvort þeirri vitneskju hefði verið komið á framfæri við hæstv. utanrrh. þegar honum var tilkynnt um að þingflokkur Sjálfstfl. hefði samþykkt að heimila að málið yrði lagt fram sem stjtill. að það væri andstaða í þingflokknum við tillöguna. Var honum gerð grein fyrir því hve margir þingmenn Sjálfstfl. hefðu lýst andstöðu sinni við málið eða, svo komið sé að sama máli hinum megin frá, var hann fullvissaður um það að þó að andstaða nokkurra þingmanna Sjálfstfl. við málið lægi fyrir, þá væri um svo fáa þingmenn að ræða að Sjálfstfl. ábyrgðist að hægt væri að flytja málið sem stjtill. þar sem hann tryggði þingmeirihluta engu að síður?