Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 22:22:15 (5585)

2000-03-21 22:22:15# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[22:22]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni. Það er rétt sem hann bendir á að byrðarnar munu aukast á innlent atvinnulíf með tilkomu Schengen.

En svo að ég skýri mitt mál aðeins nánar þá var ég fyrst og fremst að vísa í orð hæstv. utanrrh. og talsmanna Framsfl. um hinn pólitíska ávinning af Schengen-samstarfinu og því að bindast Evrópusambandinu fastari böndum. Ég vísaði í álitsgerðina sem fylgir þessari þáltill. þar sem segir m.a., með leyfi forseta:

,,Schengen-samstarfið er þannig liður í því að náð verði áformum þeim sem keppt er að með hinum innri markaði ESB í samræmi við 7. gr. A í Rómarsamningnum.``