Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:37:23 (5612)

2000-03-22 13:37:23# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:37]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þessi tillaga fjallar um staðfestingu á Schengen-samkomulaginu en ekki um einstök framkvæmdaratriði að þeim samningum samþykktum. Hér er um að ræða eitt stærsta utanríkismál sem komið hefur til kasta Íslendinga síðan EES-samningurinn var samþykktur. Hér er um að ræða ákvörðun Íslendinga um að taka áframhaldandi þátt, stíga næsta skref í samstarfi Evrópuþjóðanna um frjálsa för fólks. Þarna er um það að ræða að við tökum þátt í því samstarfi á jafnréttisgrundvelli með sömu réttindum til að hafa áhrif á ákvarðanatöku og aðrar þjóðir sem standa að samningnum, þar á meðal þjóðirnar í Evrópusambandinu.

Herra forseti. Ég segi já.