Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:48:46 (5622)

2000-03-22 13:48:46# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Aðild Íslands að Schengen-samstarfinu skerðir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Það að mestöll eða nánast öll alþjóðleg flugumferð mun verða að fara um Keflavíkurflugvöll skerðir eða nánast hindrar alla möguleika á uppbyggingu alþjóðlegrar flugumferðar og flugþjónustu á flugvöllum úti á landi. Aðildin að þessu samkomulagi mun að mínu mati verða til mikils tjóns fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Við erum á rangri leið, herra forseti, með þessa samþykkt. Ég segi nei.