Skráning afbrota

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 15:06:46 (5647)

2000-03-22 15:06:46# 125. lþ. 85.6 fundur 432. mál: #A skráning afbrota# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 125. lþ.

[15:06]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að ég tek undir orð hv. fyrirspyrjanda. Ég tel að hér sé um ákaflega mikilvægt mál að ræða sem verður að fylgjast nákvæmlega með og skiptir miklu til þess að reyna að átta sig á umfangi vandans, ekki síst hvað snertir unga afbrotamenn.

En hv. þm. nefndi að það gæti verið ókostur að þessi mál heyrðu undir fleiri en eitt ráðuneyti. Ég geri ráð fyrir að þar sé átt við félmrn. Það samstarf hefur gengið með ágætum og dómsmrn. hefur átt samstarf við Barnaverndarstofu og félmrn.

Ég vil líka nota þetta tækifæri til að upplýsa það að lögregluyfirvöld hafa verið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld á ýmsum stöðum hér á landi. Ég hef því ekki orðið vör við annað en að þau mál séu í góðu lagi.