Skýrsla um Schengen-samstarfið

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:09:49 (5788)

2000-04-03 15:09:49# 125. lþ. 87.1 fundur 413#B skýrsla um Schengen-samstarfið# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Mér finnst hæstv. utanrrh. vera mjög ósanngjarn í garð skýrsluhöfunda vegna þess að þeir færa fram rök með og á móti. En ég vil vekja athygli á einu: Hæstv. utanrrh. segir að hann sé ósammála því sem hér kemur fram. Þess vegna þarf væntanlega ekki að ræða málið. En hvað með okkur hin? Áttum við ekki rétt á því að fá þessar upplýsingar í hendur áður en greitt var atkvæði um þáltill.? Um það snýst málið og það var þess vegna sem ég beindi þeirri spurningu til hæstv. utanrrh. hvort honum hefði verið kunnugt um innihald skýrslunnar og hvort hann teldi þetta eðlileg vinnubrögð. Ég tel svo ekki vera. Ég tel hér mjög ólýðræðislega að verki staðið.