Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:35:48 (5809)

2000-04-03 15:35:48# 125. lþ. 87.1 fundur 417#B hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:35]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er alveg rétt að það eru endurgreiðslureglur hjá Tryggingastofnun varðandi háan lyfjakostnað. Aftur á móti hjálpar það ekki fólki sem hefur ekki efni á því að leysa út lyfin til að byrja með. Það getur ekki tekið út fyrsta skammtinn til þess að vinna á þessum sjúkdómi. Ég held því, herra forseti, að það sé mjög mikilvægt að hæstv. ráðherra skoði þetta sérstaklega. Það er munur á því að borga 1.000 kr. fyrir lyfjaskammtinn eða 20 þús. kr., fyrir þá sem hafa lítið. Ég fer fram á það við hæstv. ráðherra í fullri vinsemd að hún líti á þetta vegna þess að það hafa margir haft samband við mig vegna þessa, m.a. bæði aldraðir og læknar sem telja að það þurfi að taka sérstaklega á þessu. Ég fer því fram á það við hæstv. ráðherra að hún skoði þetta sérstaklega.