Vaxtalög

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 18:27:56 (5842)

2000-04-03 18:27:56# 125. lþ. 88.5 fundur 491. mál: #A vaxtalög# (regluheimildir) frv. 22/2000, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 125. lþ.

[18:27]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum. Það er efh.- og viðskn. sem flytur þetta frv. Frv. er þrjár greinar.

1. gr. felst í því að Seðlabanki Íslands skuli setja nánari reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Sú grein er ekki efnisleg breyting frá því fyrirkomulagi sem nú er.

Í 2. gr. frv. er fjallað um að Fjármálaeftirlitinu sé heimilt að setja reglur um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana og geti beitt viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir viðurlögum á þann hátt sem mælt er fyrir í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi ef ekki er farið eftir reglunum. Í þessari grein er verið að skipta um hlutverk þannig að í stað Seðlabankans, sem hefur þetta hlutverk samkvæmt núgildandi lögum, verði Fjármálaeftirlitinu falið hlutverkið.

Í 3. gr. segir að lög þessi öðlist þegar gildi.

Hæstv. forseti. Frv. þetta er flutt í tengslum við þær breytingar sem verið er að gera á lögum um fjármálaeftirlit og það er tillaga um að frv. fari beint til 2. umr. þar sem efh.- og viðskn. flytur það.