Bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 14:34:52 (5867)

2000-04-04 14:34:52# 125. lþ. 89.8 fundur 267. mál: #A bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna# frv. 17/2000, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[14:34]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. allshn. um frv. til laga um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra.

Meginmarkmið samningsins er að banna þróun og framleiðslu efnavopna sem og alla aðra meðhöndlun þeirra. Því er markmið frv. að lögfesta þessi nauðsynlegu ákvæði samningsins til að unnt verði að fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðasamningnum um bann við efnavopnunum en Alþingi veitti ríkisstjórninni með þingsályktun árið 1997 heimild til að fullgilda samninginn fyrir Íslands hönd.

Nefndin leggur til, herra forseti, að frv. verði samþykkt óbreytt.