Almannatryggingar

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 15:39:43 (5880)

2000-04-04 15:39:43# 125. lþ. 89.12 fundur 503. mál: #A almannatryggingar# (dvalarkostnaður foreldris) frv. 61/2000, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[15:39]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu má alltaf gera betur og það þarf alltaf að huga vel að þessum málum og sjálfsagt að skoða það hvort réttur foreldra vegna veikinda barna eigi ekki að vera meiri. En ég vil aðeins taka það fram að í stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna kemur fram að haldið verður áfram á þeirri braut að bæta aðstöðu langveikra barna á sjúkrahúsum og liður í því er að byggja við Barnaspítala Hringsins og á þessu ári eru áætlaðar 300 millj. til verkefnisins. Jafnframt mun barnadeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar flytja í nýtt og sérhannað húsnæði á vordögum þessa árs.