Hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 16:10:07 (5888)

2000-04-04 16:10:07# 125. lþ. 89.13 fundur 263. mál: #A hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn# þál., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[16:10]

Ásta Möller (andsvar):

Hæstv. forseti. Í ræðu minni áðan sagði ég að þessi þörf væri rétt greind. Jafnframt sagði ég að með ráðstöfunum sem hafa verið að koma fram, í rauninni síðan hv. þm. lagði fram þáltill. sína, hafa komið fram tilkynningar, frumvörp, greinargerðir sem benda til þess að verið sé að koma til móts við þessa þörf um hvíldarheimili og skammtímavistun.

Ég get þá svarað því þannig og vísað í ummæli hv. þm. Sigríðar Jóhannesdóttur í umræðunni um daginn varðandi þunganir unglingsstúlkna í fyrirspurnatíma þá. Þá sagði hún það réttilega að ráðherra hefði verið á undan að svara þeirri þörf sem var greind áður en hún kom til umræðu í þinginu.