Heimsóknir útlendinga

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 14:12:04 (5926)

2000-04-05 14:12:04# 125. lþ. 91.2 fundur 508. mál: #A heimsóknir útlendinga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[14:12]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Lög um útlendinga frá 1965 eru skýrt mörkuð þeim forneskjulega hugsunarhætti sem gætt hefur í garð útlendinga hér á landi til skamms tíma.

Hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er að vekja máls á óeðlilegri og ósanngjarnri málsmeðferð við heimsóknir útlendinga hingað til lands. Og ég verð að segja eins og er, herra forseti, að ég furða mig á ummælum hæstv. ráðherra um að forðast straum útlendinga til landsins. Hæstv. ráðherra talar um að hingað gæti komið fólk frá fátækum löndum og lent á vonarvöl. Á hvaða leið er hæstv. dómsmrh.? Ég vil líka benda hæstv. dómsmrh. á það og hv. þm. Ástu Möller að það er ekki allt til eftirbreytni sem gert er í nágrannalöndunum.