Heimsóknir útlendinga

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 14:13:09 (5927)

2000-04-05 14:13:09# 125. lþ. 91.2 fundur 508. mál: #A heimsóknir útlendinga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[14:13]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með þeim hv. þm. sem hafa vakið athygli á því að lögin frá 1965 um eftirlit með útlendingum eru löngu úr sér gengin og mjög mikilvægt að við endurskoðum þau.

Hins vegar, virðulegi forseti, kem ég hingað upp sökum þess að orðnotkun hæstv. dómsmrh. var á þann veg að hættan væri sú að hingað kæmi fólk frá vanþróuðum ríkjum. Ég hélt satt best að segja að menn væru hættir að tala á þann veg og legg til að menn tali frekar um rík ríki og fátæk ríki. Ég held að það sé miklum mun eðlilegri skýring. Hæstv. dómsmrh. varar eindregið við því að hingað komi fólk frá fátækum ríkjum því að það gæti lent á vonarvöl.

Virðulegi forseti. Mér þykir það mjög miður að héðan frá hinu háa Alþingi skuli það heyrast að við erum með hæstv. dómsmrh. sem talar fyrir einangrunarstefnu gagnvart útlendingum.